Karellen
news

Starfsfólk óskast

25. 08. 2022

Leikskólinn Undraland, Flúðum auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa

Í Undralandi eru um 40 nemendur frá eins árs aldri á þremur deildum.

Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld á Flúðum.

Vel er búið að leikskólanum af hálfu sveitarfélagsins og nýtur hann góðs samstarfs við foreldrasamfélagið sömuleiðis. Við skólann starfar samstilltur hópur með alls konar reynslu og þekkingu sem nýtist vel í leikskólastarfinu.

Leiðarljós okkar í Undralandi er umhverfi okkar og umhyggja.

Við leitum að áhugasömum leikskólakennurum til þess að starfa með okkur í því að efla leikskólann okkar með metnaðarfullu starfi og fólki sem hefur áhuga á því að vinna með börnum – og fullorðnum, í leik og starfi. Umsækjendur þurfa að vera sveigjanlegir og ráðagóðir, með ríka samkennd og góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Við leitum að fólki sem hefur faglegan metnað og áhuga á þróunarstarfi menntastofnana.

Fram undan eru spennandi tímar í Undralandi, Flúðum þar sem starfsmenn geta komið að þróun skólans til framtíðar.

Við hvetjum áhugasamt fólk, af öllum kynjum, til að sækja um. Ef ekki næst að ráða fagmenntaða leikskólakennara, þá ráðum við leiðbeinendur til starfa.

Umsóknarfrestur er til 7. sept. 2022. Ráðið verður í stöðuna frá og með 8. ágúst 2022

Umsóknir skal senda rafrænt með ferilskrá og greinargerð um umsækjanda; áhugasvið, styrkleika og sýn viðkomandi á leikskólastarfið, á netfang skólans.

Mynd sem inniheldur texti, skilti Lýsing sjálfkrafa búin tilÁhugasamir hafi samband við leikskólastjóra, til að afla frekari upplýsinga.

Ingveldur Eiríksdóttir leikskólastjóri

© 2016 - 2023 Karellen