Karellen


Móttaka nýrra barna - að byrja í leikskóla

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess, því er nauðsynlegt að fá góðan tíma til að kynnast starfseminni í leikskólanum, starfsfólkinu og börnunum. Aðlögun að leikskólanum Undralandi miðast við fjóra daga. Foreldrar og barn verja þessum tíma saman. Barnið upplifir nýjar athafnir í leikskólastarfinu með foreldri sér við hlið og foreldrar fá tækifæri til að kynnast leikskólastarfinu með barni sínu. Hornsteinn er lagður að öryggi og vellíðan barnsins og samstarfi heimilis og skóla.

foreldrahandbók.pdf© 2016 - 2024 Karellen