Karellen

Mat á skólastarfi

Mat á leikskólastarfi hefur þann tilgang að tryggja að réttindi leikskólabarna séu virt og þau fái þá menntun og þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum um leikskóla. Mat á skólastarfi er tvíþætt, ytra og innra mat.

Ytra mat

Sveitarfélög sinna ytra mati og eftirliti með gæðum skólastarfs, og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat, framgang skólastefnu og áætlanir um umbætur. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lög um leikskóla, reglugerðir og aðalnámskrá kveða á um (Aðalnámskrá leikskóla 2011:55)

Innra mat

Innra mat á leikskólastarfi er ætlað að veita upplýsingar um starfshætti leikskólans, stuðla að umbótum og auknum gæðum og vera liður í þróun skólastarfs leikskólans. Með kerfisbundnu mati er greint hvað gengur vel og hvað miður og síðan teknar ákvarðanir um umbætur á grunvelli niðurstaðna. Lýðræðisleg vinnubrögð við innra mat, þar sem tekið er tillit til sjónarmiða þeirra sem koma að leikskólastarfinu, stuðla að auknum gæðum í starfinu. Þar eru leikskólakennarar, annað starfsfólk, foreldrar og börn mikilvægustu þátttakendurnir (Aðalnámskrá leikskóla 2011:54-55)

Börn meta skólastarfið

Börnin á Skógarkoti eru tekin í viðtal á hverjum vetri.

Viðhorfskönnun foreldra

Rafræn könnun er send á foreldra annað hvert ár.

Starfsmannakönnun

Rafræn könnun annað hvert ár.

Starfsmannasamtöl

Leikskólastjóri ræðir einslega við hvern starfsmann á hverju ári í mars/apríl eða eftir þörfum.

Sjálfsmat

Sjálfsmat leikskóla á að vera samvinnuverkefni þeirra sem tengjast starfinu. Á deildarfundum, fagfundum, starfsmannafundum og í daglegu starfi er starfsemin metin.


starfsmannakönnun 2021- á.pdf

starfsmannakonnun_2023.pdf


© 2016 - 2024 Karellen