Karellen

Leikskólinn Undraland hefur verið starfræktur síðan árið 1982, en í desember 2003 var núverandi húsnæði tekið í notkun. Deildir leikskólans eru tvær, Grænhóll og Hof en á Hofi eru tveir aldursblandaðir hópar sem heita Völuhóll og Stekkhóll.

Leikskólastarfið byggist á lögum um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla sem er lögfest námskrá allra leikskóla og skólanámskrá Undralands. Leikskóli er uppeldis- og menntastofnum þar sem börn þroskast og læra í gegnum leik.

Við leggjum áherslu á leikinn í öllum hans myndum og setjum hann í öndvegi vegna þess að í leiknum felst námið.Hann er kennsluaðferð leikskólakennarans og námsleið barnsins. Leikurinn er kjarni uppeldisstarfsins í leikskólanum. Frjáls og sjálfssprottinn leikur er hið eðlilega tjáningarform barnsins. Reynsla barnsins tekur oftast á sig form leiksins. Í frjálsum leik eru mikilvægir uppeldiskostir sem geta eflt alhliða þroska barnanna, þ.e. líkams- ,tilfinninga-, félags-, vitsmuna-, siðgæðis og fagurþroska. Leikurinn er líf barnsins og starf. Segja má að í bernsku sé það að leika sér sama og að læra og afla sér þekkingar. Fjölþætt reynsla elur af sér þekkingu, nýjar tilfinningar, nýjar athafnir og nýja færni.

Ein megin stoð leikskólastarfsins í Undralandi er útivera og útivist. Við búum að frábærri náttúru og góðum kosti til útináms.


kynningarefni undraland-.pdf


© 2016 - 2024 Karellen