Karellen

Útikennsla

Útikennsla er mikilvægur þáttur í uppeldisstarfi leikskólans, þar sem fínhreyfingum, grófhreyfingum og frjálsum leik er gert hátt undir höfði.Útivera er holl öllum börnum og við notum nærumhverfið mikið í okkar námi. Förum í heimsóknir í fyrirtæki, vinnum verkefni í skóginum og förum í gönguferðir. Þetta gerum við í öllum veðrum. Þess vegna er mikilvægt að börnin séu klædd í samræmi við veður og einnig að þau hafi næg aukaföt (sjá flipa um Fatnað). Yfir sumartímann með hlýnandi veðri og hækkandi sól, lengist útiveran.


© 2016 - 2022 Karellen