Karellen

Útinám

Útinámer mikilvægur þáttur í uppeldisstarfi leikskólans, þar sem fínhreyfingum, grófhreyfingum og frjálsum leik er gert hátt undir höfði. Leikskólinn Undraland býr að frábæru nærumhverfi, veðursæld og fjölbreyttri atvinnustarfssemi allt um kring. Við erum því dugleg að fara í heimsóknir í fyrirtæki, vinnum verkefni í skóginum og förum í gönguferðir. Þetta gerum við í öllum veðrum. Þess vegna er mikilvægt að börnin séu klædd í samræmi við veður og einnig að þau hafi næg aukaföt (sjá flipa um Fatnað). Yfir sumartímann með hlýnandi veðri og hækkandi sól, lengist útiveran enn frekar.


© 2016 - 2024 Karellen