Karellen
news

Leikskólinn Undraland leitir eftir leikskólakennurum til starfa

06. 07. 2022

Leikskólinn Undraland, Flúðum, Hrunamannahreppi auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa. Um er að ræða framtíðarstörf.

Undraland býr að frábæru umhverfi, bæði frá náttúrunnar hendi sem og samfélagsins alls. MIkill velvilji er í garð leikskólans og góður skilningur á því að efla skuli leikskólastigið á sem víðustum grunni.

Við hvetjum jafnt karla sem konur, hán og alla hina til að sækja um. Ef ekki fást faglærðir til starfa ráðum við leiðbeinendur.

Áhugasamt hafi samband við leikskólastjóra. Umsóknum skal skila í gegnum vef Undralands eða í tölvupósti undraland@undraland.is með upplýsingum um menntun og fyrri störf auk greinargerðar umsækjanda um ástæðu þess að sótt er um og styrkleika í starf leikskólakennara. Umsóknarfrestur er til 21. júlí næst komandi.

Ingveldur Eiríksdóttir

undraland@undraland.is


© 2016 - 2024 Karellen