Karellen
news

Hringekjan rúllar af stað

25. 04. 2022

Nú í vikunni fer síðasta hringekjan okkar af stað, eftir páskafríið. Við erum ægilega ánægð með hana og bæði börnum og fullorðnum finnst gaman að takast á við fjölbreytt verkefni og vinna saman á hvaða aldri sem við erum! Nú er Ragga okkar komin úr sólinni, alveg endurnærð en þá stökk Jónina út fyrir landsteinana að hitta sitt fólk í útlandinu.

Sigurður okkar hættir hér í leikskólanum um mánaðarmótin og við munum öll sakna hans!

Annars erum við mikið úti enda einmuna veðurblíða og hvergi betra að vera!

© 2016 - 2022 Karellen