Karellen
news

Endalaus verkefni, gleði og gaman!

14. 06. 2022

Þá er komið að SKÓGARVIKUNNI okkar !

Í gær fórum við saman í skóginn eftir ávaxtastund og áttum þar notalega stund saman í frjálsum leik.

Í dag, þriðjudag verjum við öllum deginum í skóginum svo börnin þurfa að mæta klædd tilbúin í mikla útiveru! Við leggjum af stað í skóginn milli 9:00 og 10:00 svo gott væri að vera komin í leikskólann fyrir þann tíma eða hitta okkur í skóginum. Við ætlum að grilla okkur pulsur í hádegismatinn og fáum kaffitíma þar einnig og sækja þarf svo börnin í skóginn.

Við verðum meira að segja með tjald, svo litlir ungar geti lagt sig!

Svo er það vorhátíðin okkar sem verur haldin núna 16. júní og eru allir velkomnir í heimsókn í leikskólann milli 14:00 og 16:00 þennan dag, Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Í næstu viku verður GÖNGUVIKA hjá okkur þá förum við í hinar ýmsu göngur í nærumhverfinu. Við ætlum einnig að skella okkur í FJÖRUFERÐ miðvikudaginn 22.júní. Við förum með rútu öll saman svo allir þurfa að mæta með bílstólana sína þennan dag. Lagt verður af stað frá leikskólanum kl. 09:45 og áætluð heimkoma verður kl. 14:00. Daginn eftir verður svo stefnan tekinn á Miðfell, við leggjum af stað í gönguna kl.9:00 og það er mikilvægt að allir séu í góðum skóm til að ganga í og vera klædd eftir veðri.

© 2016 - 2024 Karellen