Karellen
news

Daginn tekur að lengja

23. 03. 2022

Við erum nú nokkuð glöð flest þegar við mætum í leikskólann okkar! Sum barnanna koma orðið á hjóli í skólann, geislandi glöð vegna fuglasöngsins og birtunnar. Kannski er bara vorið farið að banka á gluggann.

Við tekur tímabil þar sem þarf að ræða við börnin þessa merkilegu hnattstöðu okkar - mikið myrkur, stuttir dagar - mikil birta - lengri dagar? Því miður ekki - en mikið getur verið erfitt að skila þetta. Hvers vegna á ég að fara sofa þegar fulgarnir eru úti tjúttandi og trallandi og birtan svona mikil? Þá tekur við smá náttúrufræðitími ;).

Læt fylgja með skemmtilega skýrslu um þróunarverkefni sem unnið var um þetta!

http://mml.reykjavik.is/wp-content/uploads/2019/06...

Og ef við viljum fylgjast með þá er þetta nú skemmtilegt! https://www.vedur.is/gogn/vefgogn/sol/index.html

© 2016 - 2024 Karellen