Karellen
news

Betri vinnutími og skóladagatal 2023-2024

07. 06. 2023

Þann 1. júní kom sveitarstjórn Hrunamannahrepps saman til fundar kl. 14:00 í Ráðhúsi sveitarfélagsins.

21. mál á dagskrá var erindi frá sveitarstjóra um betri vinnutíma og samræmingu skóladagatala skólanna á Flúðum.

Sem kunnugt er er komið að þeim tímapunkti að sveitarfélagið verði að skila inn lausn á því ákvæði kjarasamninga að bæta vinnutíma starfsfólks.

Í leikskólanum var hópur starfsfólk sem kom með hugmyndir sem svo starfsfólk kaus á milli. Úr varð tillaga sem fellur einnig að því markmiði að samræma skóladagatöl leik- og grunnskóla.

Verkefnið var ekki alveg einfalt og í leikskóla eins og okkar er erfitt að ,,einstaklingsmiða“ vinnutímastyttingu því afleysingar og mönnun yrði mjög erfið og flókin.

Meðfylgjandi er lokatillagan sem var tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi, eftir umfjöllun innan leikskólans á meðal starfsfólk. Bókun sveitarstjórnar er þessi:

Þetta þýðir að leikskólinn er lokaður milli jóla- og nýárs og í dimbilvikunni.

Starfsdagar eru á sama tíma í leik- og grunn sem og vetrarfrí (einn starfsdagur er á öðrum tíma.

Reiknað er með að leikskólinn loki klukkan 14:00 í stað 15:00 eins og í dag en sbr. bókun á eftir að ræða á breytingu aðeins betur.

Við áætlum að halda kynningarfund um þessa breytingu hið allra fyrsta þar sem forsendur verða skýrðar og málin rædd með foreldrum.

Nánar um það síðar.

Kynningarefni um betri vinnutíma:

https://betrivinnutimi.is/

d_leikskoladagatal-2023-2024.pdf

© 2016 - 2024 Karellen