Karellen


Leikskólinn Undraland Flúðum

Aga- og uppeldisstefna

Leiðir að vellíðan og góðri sjálfsmynd

  • Eitt helsta hlutverk okkar á Undralandi er að stuðla að vellíðan barna í starfi og leik ásamt því að efla félagsleg samskipti.
  • Ef barninu líður vel er það líklegra til að vera sterkara í félagslegum samskiptum, sem er grunnur að góðri sjálfsmynd
  • Í því felst m.a. að tjá sig og setja sjálfum sér og öðrum mörk.
  • Leiðir okkar til að ýta undir jákvæða hegðun er meðal annars myndrænt skipulag, skýr fyrirmæli, boðskiptafærni Bínu, félagsfærnisögur,hvetja og hrósa fyrir það sem vel er gert.
  • Gott samstarf heimilis og leikskóla er grundvallaratriði.
  • Verum öll góðar fyrirmyndir í orði og verki.


Orðin sem við notum í okkar samskiptum við börnin eru:

Gott að sjá þig

Viltu aðstoð ?

Prófa þú fyrst, svo skal ég hjálpa þér

Gott hjá þér að reyna sjálf/ur, ég sá það

Þú varst/ert duglegur

Nú ertu að gleyma þér

Við erum að fara

Nú þarft þú að stoppa og hugsa

Við ætlum að skiptast á

Þú ert góður vinur

Það má ruglast

Við stjórnum okkur

Þú varst dugleg/ur að stjórna þér

Þú stendur þig vel

Við notum stutt skýr skilaboð/fyrirmæli

  • Gefum barninu stutt skýr skilaboð sem taka mið af aldri og þroska.
  • Við gefum barninu smá stund til að bregðast við

t.d. eftir smá stund erum við að fara út

  • Ef barnið bregst ekki við skilaboðunum þá segjum við; nú ætla ég að hjálpa þér…
  • Við segjum; nú erum við að fara út en ekki viltu koma út
  • Skýr skilaboð um það sem má og ekki má með myndrænum fyrirmælum á veggjum
  • Við notum hrós fyrir það sem vel er gert og hvetjum börnin
  • Sýnum hlýtt viðmót og notum skýr skilaboð
  • Nýtum virka hlustun og virðingu fyrir því sem börnin eru að segja og aðstoðum þau viðað leysa ágreining sjálf eða hjálpum þeim með leiðir að því öll hegðun hefur tilgang við leitum leiða til að greina hegðun og aðstoða barnið
  • Við erum fyrirmynd tölum ekki yfir börnunum um þau né aðra


Vænlegar leiðir til árangurs

  • Fylgjumst með börnunum í leik og starfi grípum það jákvæða og hrósum fyrir það og hvetjum þau áfram
  • Leitum leiða til að skilja hvað stendur að baki óæskilegri hegðun.
  • Ef óæskileg hegðun á sér stað þá tökum við barnið út úr aðstæðum náum samtali við börnin með því að leiða hugann að einhverju öðru eða leysum ágrenninginn
  • Við setjum börnin aldrei í einveru
  • Kennum og þjálfum leiðir til jákvæðar hegðunar

Agastefna Undralands snýst um að

  • Bera virðingu fyrir tilfinningum og hegðun barna og starfsfólks
  • Finna leiðir til að vera skrefi á undan til að fyrirbyggja óæskilega hegðun
  • Finna ástæðuna á bak við hegðun með skráningum og íhlutun
  • Efla sjálfsmynd barna
  • Vinna að starfsöryggi og vellíðan í starfi
  • Hafa skýr viðmið og skilaboð til að allir viti til hvers er ætlast af þeim
  • Skýr skilaboð séu notuð í öllum aðstæðum, úti og inni til kennslu
  • Samræma aðferðir starfsfólks og viðbrögð við erfiðri hegðun
  • Efla samkennd allra á Undralandi
  • Mikilvægi þess er að muna að þegar óæskileg hegðun er búin þá horfum við fram á veginn og stöldrum ekki við þar.
  • Vellíðan allra skiptir máli

Af hverju er agastefna í leikskólanum Undralandi?

  • Höfum í huga að skapferli og þroski barna er mismunandi og tekur mislangan tíma hjá börnum að eflast og þroskast í leikskólaumhverfinu.
  • Virðum margbreytileikann, styrkleika og veikleika hvers og eins og tilfinningar.
  • Virðum þann tíma sem þau þurfa til að læra
  • Öll hegðun er lærð hvort sem hún er rétt eða röng. Með því að nýta agastefnu þá erum við að vinna að sömu markmiðum alla daga alltaf með skýrt samræmt verklag.
  • Börnin eru að læra boðskipti og samskipti, þau þurfa tækifæri til að æfa sig í öllum aðstæðum

Munum að allir eru góðir í einhverju enginn er góður í öllu.

Við gerum eins vel og við getum



Leikskólinn Undraland 845 Flúðum 4806620 undraland@undraland.is





© 2016 - 2024 Karellen