Karellen

Gátlistinn Heilsufar barna á leikskólaaldri er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og fleiri aðila.

Hann leiðbeinir um hvenær veik börn eiga ekki að koma í leikskólann og hvernig staðið skal að sóttkví leikskólabarna. Vonast er til að gátlistinn svari spurningum foreldra og starfsmanna leikskóla.

Barn á ekki að koma í leikskólann ef:

  • Barnið er með hita.
  • Barnið er með kvef, hósta og að minnsta kosti eitt af eftirtöldum einkennum til viðbótar:, slappleika, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki og/eða niðurgang.
  • Barnið er í sóttkví, einangrun eða beðið er niðurstöðu sýnatöku.

Veikindi leikskólabarna:

  • Barn skal sótt í leikskólann ef heilsufar þess breytist; barnið fær hita yfir 38°C og flensulík einkenni.
  • Leikskólabörn skulu að jafnaði vera hress og hitalaus í að minnsta kosti sólarhring, áður en þau koma aftur í leikskólann.

Um sóttkví leikskólabarna:

  • Börn fara í sóttkví samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisstarfsfólks eða smitrakningarteymis ef þau hafa verið í tengslum við aðra, óháð aldri þeirra, sem greindir hafa verið með smit eða grun um smit.
  • Börn sem ekki hafa þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem eru forsenda þess að hluti heimilisfólks geti verið í sóttkví, þarf allt heimilið, þ.m.t barnið, að fara í sóttkví eða þeir sem ekki eru í sóttkví að fara annað um leið og sóttkví kemur til.
  • Lengd sóttkvíar er ákvörðuð af smitrakningateymi eða heilbrigðisstarfsfólki.

Leitið ráðgjafar hjá heilsugæslu,

  • Ef vafi leikur á því hvort barnið ætti að fara í leikskólann.·
  • Til að fá nánari upplýsingar um einkenni, eða lengd sóttkvíar


Smitsjúkdómar barna (tafla)

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

Viðmið fyrir foreldra, starfsfólk skóla/leikskóla og dagforeldra.

Það er réttur barnsins að vera heima þegar það er veikt, t.d. með hita eða almenna vanlíðan. Veikt barn getur smitað önnur börn sem kallar á fjarvistir bæði barna og foreldra. Einnig eru líkur á að starfsfólk geti smitast.

Unnið af Ágústi Ó. Gústafssyni heimilislækni í samráði við Þórólf Guðnason barnalækni.

Hitalaus = miðað við < 38°C við endaþarmsmælingu eða < 37,5°C við munnmælingu.

Sjúkdómur

Meðgöngutími

(tími frá smiti þar til einkenni koma fram)

Smithætta frá

Smithætta þangað til

Hvenær má barnið mæta aftur í leikskóla/skóla eða til dagforeldris

Augnsýking

1-3 dagar.

Augað er rautt og umgjörðin bólgin, gröftur í augum og smithætta á meðan.

Einum sólahringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin. (sjá nánar undir augnsýkingar).

Gröftur í augum í tengslum við kvef

Í tengslum við kvef.

Einstaka gröftur í augnkrók, mest eftir svefn. Auga ekki rautt eða bólgið. Smitar ekki.

Má mæta þrátt fyrir augneinkenni

(sjá nánar undir augnsýkingar).

Eyrnabólga

Staðbundin miðeyrnarbólga er ekki smitandi.

Barnið hitalaust og líður vel.

Eyrnabólga

(vökvi lekur frá eyrum)

Oft fylgikvilli öndunarfærasýkingar.

Örsjaldan inniheldur vökvinn bakteríur sem geta smitað.

Veltur á því hvort barnið sé með kvef eða önnur einkenni sem gætu smitað.

Fimmta veikin

(parvovirus B19)

1-2 vikur.

Nokkrum dögum áður en útbrot koma fram.

Útbrotin eru komin fram.

Getur verið varasöm þunguðum konum, sérstaklega á fyrsta hluta meðgöngu.

Barnið hitalaust og líður vel.

Flökkuvörtur

1 vika –

6 mánuðir.

Vörtur sjást.

Meðferð hafin.

Engin takmörk.

Frunsa

2-12 dagar.

Blöðrur myndast.

Blöðrur eru þurrkaðar upp.

Engin takmörk.

Hand-, fót- og munnsjúkdómur

3-8 dagar.

Upphafi sjúkdóms.

Útbrot horfin.

Barnið hitalaust og líður vel. Útbrot í rénum.

Sjúkdómur

Meðgöngutími (tími frá smiti, þar til einkenni koma fram)

Smithætta frá

Smithætta þangað til

Hvenær má barnið mæta aftur í leikskóla/skóla eða til dagforeldris

Hlaupabóla

2-3 vikur.

Viku eftir smit og nokkrum dögum áður en útbrot koma fram.

5 dögum eftir að útbrot koma fram eða ekki koma nýjar bólur í 2 daga og bólur orðnar þurrar.

Bólur orðnar þurrar eða eftir 5-7 daga.

Inflúenza

1-5 dagar.

Einum sólahringi áður en einkenni byrja.

Barnið orðið einkenna- og hitalaust.

Barnið hitalaust og líður vel.

Kossageit

1-3 dagar.

Vökvi lekur frá sárunum.

Sárin orðin þurr og skorpurnar detta af eða eftir sólahring á sýklalyfjum.

Þegar sárin eru gróin og skorpurnar detta af eða eftir sólahring á sýklalyfjum.

Kvef, hálsbólga og veirusýkingar

1-7 dagar.

Sólahringi áður en einkenni byrja.

5 daga eftir uppaf einkenna.

Barnið hitalaust og líður vel (sjá nánar í texta undir kvef, hálsbólga og veirusýkingar).

Lús

2-8 vikur.

Smiti.

Þar til meðferð hafin.

Þegar meðferð er hafin.

Mislingabróðir

(exanthema subitum)

1-2 vikur.

Óþekkt.

Óþekkt.

Barnið hitalaust og líður vel.

Niðurgangur og ælupest

Einhverjir dagar.

Upphaf niðurgangs eða uppkasta.

Ekki lengur niðurgangur eða uppköst.

Ekki lengur niðurgangur eða uppköst og barni líður annars vel (sjá nánar undir niðurgangur og ælupest).

Nóroveira

Einhverjir dagar.

Upphaf niðurgangs eða uppkasta.

2 daga eftir að niðurgangur og uppköst eru hætt.

2 dögum eftir að niðurgangur og uppköst eru hætt og barni líður annars vel (sjá nánar undir niðurgangur og ælupest).

Njálgur

2-6 vikur.

2 vikur eftir smit.

Meðferð hafin.

Engin takmörk eftir að meðferð hafin.

Streptókokka hálsbólga og skarlatsótt.

1-3 dagar.

Frá því barnið smitast.

Einum sólahringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin.

Einum sólahringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin og barninu líður annars vel (Sjá nánar í texta undir streptókókkar og hálsbólga).

Sveppasýking í húð

Vikur.

Útbrot koma fram.

Meðferð hafin. Mjög lítil almenn smithætta.

Engin takmörk.

Vörtur

2-3 mánuðir.

Vörtur koma fram.

Meðferð hafin.

Engin takmörk.


© 2016 - 2024 Karellen