Karellen

Reglur varðandi umsókn um leikskóladvöl

1.Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra og á heimasíðu leikskólans.

2.Heimilt er að sækja um leikskóladvöl eftir að barnið hefur náð eins árs aldri.

3.Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að foreldrar/forráðamenn barnsins eigi lögheimili í Hrunamannahreppi.

4.Hægt er að sækja um leikskóladvöl ef foreldrar barns hyggjast flytja í sveitarfélagið innan þriggja mánaða.Verði ekki af flutningi fellur umsóknin niður.

5.Foreldrum er ekki úthlutað leikskólaplássi fyrir annað barn, ef þeir skulda leikskólagjöld.

Reglur um úthlutun leikskólaplássa

  1. Leikskólaplássum er úthlutað til barna frá 18 mánaða aldri til 6 ára aldurs eða fram að grunnskólagöngu.
  2. Meginreglan við úthlutun leikskólaplássa tekur mið af dagsetningu umsóknar og aldri barns, þannig að eldri börn gangi fyrir yngri.
  3. Leikskólastjóri tilkynnir foreldrum hvenær leikskóladvöl barnsins geti hafist.Ef foreldrar nýta sér ekki leikskólaplássið, fellur umsóknin aftur inn í röðina.
  4. Heimilt er að taka inn börn frá nágrannasveitarfélögum gegn hærra gjaldi ef rými og starfsmannafjöldi leyfir.Það skal ákveðið af skólanefnd hverju sinni.

6.Þrátt fyrir að lágmarksaldur barna sé miðaður við 18 mánuði er foreldrum heimilt að sækja um undanþágu frá þeirri reglu þegar barnið nær 12 mánaða aldri og verður að meta hvert tilvik fyrir sig, m.a. með hliðsjón af aðstæðum í leikskólanum.Foreldrar skulu greiða 10% álag á leikskólagjöld á meðan barnið er á undanþágu.

Gjaldskrá
fyrir leikskóla Hrunamannahrepps.

1.Gjaldskrá leikskólans er endurskoðuð af skólanefnd einu sinni á ári og er staðfest af sveitarstjórn.

2.Í gjaldskrá þessari kemur fram vistunarkostnaður barna í leikskólanum.

3.Leikskólagjöld eru innheimt 1. virkan dag hvers mánaðar og er eindagi 15. hvers mánaðar.

4.Upplýsingar um gjaldskrá má finna á heimsíðu leikskólans.

5.Einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar greiða lægra gjald.

6.Hefji einstætt foreldri sambúð greiðir það hærra gjald.

7.Leikskólagjald lækkar ekki vegna skipulagsdaga eða tilfallandi lokunar vegna námskeiða, Haustþings og fræðslustarfs leikskólakennara og/eða annars starfsfólks.

8.Leikskólagjöld falla niður þann tíma sem leikskólinn er lokaður vegna sumarleyfa.

9. Börn fædd 2021 greiða leikskólagjöld samkvæmt gjaldskrá.

10. Ef veikindi leikskólabarna vara lengur en 3 daga samfellt, er hægt að sækja um niðurfellingu mötuneytisgjalda fyrir þann tíma er barnið er veikt. Slíkt uppgjör fer fram á þrisvar sinnum á ári, og sótt er um slíkt til skólastjóra.

© 2016 - 2024 Karellen