Karellen
news

Við óskum eftir leikskólakennara og deildarstjóra til starfa í ágúst

22. 05. 2023


Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir að ráða leikskólakennurum til starfa frá og með ágúst. Undraland er þriggja deilda leikskóli á Flúðum og við skólann stunda tæplega 50 börn nám. Sömuleiðis óskum við eftir deildarstjóra til starfa.

Útinám og útivera er okkar kjölfesta. Við leggjum áherslu á þarfir barnanna til frjálsra leikja og getu þeirra til að skapa og upplifa. Náttúran og umhverfið sem við búum í eru nýtt til upplifana og rannsókna.

Leikskólinn býr að góðum stuðningi við starfið bæði frá foreldrum sem stjórnsýslu.

Við erum að hefja mikið uppbyggingarstarf þar sem breytt skóladagatal og skólaþróun mun skapa spennandi forsendur fyrir enn kröftugra starfi. Ný skólastefna Hrunamannahrepps verður okkar leiðarljós en þar verður margt spennandi verkefna.

Endilega kynntu þér málið frekar:

Auglýsing leikskólakennari.pdf

Starfslýsingar og fleira á vef KÍ:

https://www.ki.is/kjaramal-og-styrkir/kjarasamningar/felag-leikskolakennara/


© 2016 - 2023 Karellen