Karellen
news

Þorri heiðraður

26. 01. 2023

Í bland við ,,stæka" hákarlalyktina berst ómur af þorralögum sem börnin syngja. Nína er búin að brytja niður í gríð og erg prufur til að bíta í, því í hádeginum fáum við okkur svolítinn bita af þorramat. Sintija og Eva eru nú ekki alveg vissar um hvernig þetta eigi eftir að fara, enda ekki áhugamanneskjur um kindahausa, augu og eyru né punga, ;). En það fá allir nóg að bíta og brenna - grjónagrauturinn verður líka í boði! Bráðum koma þau svo fram krakkarnir með þorrahjálmana sína sem þau hafa gert á undanförnum dögum.

© 2016 - 2024 Karellen