Karellen
news

Starfsfólkskapallinn

15. 05. 2023

Við hrósum happi nú á vordögum því okkur hefur borist liðsauki - Anna María og Matthildur koma og verða með okkur fram að sumarlokun en þær voru líka hér í vinnu um jólin í fyrra.

Birta er komin til starfa og eins og hinar tvær er hún í 100% starfi og hvur veit nema hún haldi áfram í haust!

Birta leysir svo af inni á Grænhól því Sigþrúður okkar þarf að bregða sér af bæ svona við og við og sinna öðrum verkum.

Laufey, systir Auðar Hönnu leysir nú af í eldhúsinu og verður einnig eins og frelsingi í blaki, fer í allar stöður eftir því sem þarf.

Cornelía er farin í leyfi og Alda Kristín er einnig í leyfi. Ída er komin í fullt starf og fögnum við því að vera sérdeilis vel haldin hvað varðar starfsfólk.

Valný fer í sumarfrí í kringum 20. júní og Sigþrúður mun leysa hana af.

© 2016 - 2023 Karellen