Karellen
news

Leikskólinn Undraland, Flúðum auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa næsta skólaár, frá og með 8. ágúst 2022.

17. 05. 2022

Í Undralandi eru um og 45 nemendur frá eins árs aldri á þremur deildum.

Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld sem er hér á Flúðum.

Vel er búið að leikskólanum af hálfu sveitarfélagsins og nýtur hann góðs samstarfs við foreldrasamfélagið sömuleiðis. Við skólann starfar samstilltur hópur með alls konar reynslu og þekkingu sem nýtist vel í leikskólastarfinu.

Hafin er vinna hér í Hrunamannahrepp, við að koma til móts við breytta stöðu leikskólanna sem kom upp með tvöföldun leyfisbréf leik- og grunnskólakennara.

Sem dæmi má nefna að næsta vetur verður í fyrsta sinn vetrarfrí í Undralandi á sama tíma og í Flúðaskóla og er það liður í þeirri vinnu. Sömuleiðis er fjöldi starfsdaga samræmdur á milli skólastiganna.

búið enn betur að listsköpun barnanna okkar. Skólalóðin fær andlitslyftingu og haldið verður áfram að endurnýja kennslugögn og húsbúnað innan dyra.

Með þessu viljum við gera Undraland að eftirsóknarverðum vinnustað bæði fyrir börn og fullorðna.

Leiðarljós okkar í Undralandi er umhverfi okkar og umhyggja.

Við leggjum því áherslu á:

  1. útinám, útiveru og fjölbreytt viðfangsefni í dásamlegu umhverfi leikskólans.
  2. að leikskólinn okkar er ein heild, allir nemendur eru okkar allra og við berum sameiginlega ábyrgð á skólastarfinu.
  3. aldursblöndun allt frá tveggja ára aldri þar sem lögð er áhersla á umburðarlyndi og umhyggju. Tvær eldri deildirnar eru aldursblandaðar en þar er á ferð spennandi þróunarverkefni sem haldið verður áfram með næsta skólaár. Blær er með í för og skipar stóran sess í skólastarfinu og hjálpar til við að auka félagsfærni og kenna samskipti. Þar kemur Bína einnig við sögu og hún er betri en engin.
  4. hringekjuna okkar, þar sem nemendur fást við fjölbreytt verkefni í alls konar hópum. Hún er hluti af þróunarverkefni okkar tengdu aldursblönduninni og við erum ákaflega stolt af hringekjunni okkar!
  5. læsi á breiðum grundvelli og nýtum við m.a. Lubba í þeirri vinnu.
  6. á góð og hreinskiptin samskipti starfsfólks og erum við með harðsnúið lið í skemmtinefnd hverju sinni!

Við leitum að áhugasömum leikskólakennurum til þess að starfa með okkur í því að efla leikskólann okkar með metnaðarfullu starfi og hefur áhuga á því að vinna með börnum – og fullorðnum, í leik og starfi. Umsækjendur þurfa að vera sveigjanlegir og ráðagóðir, með ríka samkennd og góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Við leitum að fólki sem hefur faglegan metnað og áhuga á þróunarstarfi menntastofnana.

Framundan eru spennandi tímar í Undralandi, Flúðum þar sem starfsmenn geta komið að þróun skólans til framtíðar.

Við hvetjum áhugasamt fólk, til að sækja um. Ef ekki næst að ráða fagmenntaða leikskólakennara, þá ráðum við leiðbeinendur til starfa.

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2022. Ráðið verður í stöðuna frá og með 8. ágúst 2022

Umsóknir skal senda rafrænt með ferilskrá og greinargerð um umsækjanda; áhugasvið, styrkleika og sýn viðkomandi á leikskólastarfið, á netfang skólans.

Áhugasamir hafi samband við leikskólastjóra, eða í tölvupósti á til að afla frekari upplýsinga.

Saman gerum við þetta best.

Ingveldur Eiríksdóttir leikskólastjóri

7686600

undraland@undraland.is

© 2016 - 2022 Karellen