Karellen
news

Kynningarfundur, aðalfundur og fyrirlestur

27. 09. 2022

Foreldrafélag leikskólans Undralands kynnir í samstarfi við Heilsueflandi samfélag í Hrunamannahreppi fyrirlesturinn Heilsa barna – skiptir hún máli ?

Þriðjudaginn 4.okt. kl. 20:00

Bjóðum við alla velkomna í leikskólann.

Dagskráin byrjar á stuttum aðalfundi foreldrafélagsins

Í framhaldi verður starf leikskólans kynnt ásamt þeim verkefnum sem við erum að vinna að í vetur. Deildir verða opnar og hægt að fara inn og sjá hvað börnin eru að vinna að þessa stundina.

Heilsueflandi samfélag mun taka þátt í þessu kvöldi með okkur. Kl. 21:00 verður boðið uppá fyrirlesturinn Heilsa barna – skiptir hún máli ? Með Sabínu Steinunni íþrótta- og heilsufræðingi. Hún mun fjalla um hreyfifærni barna – mikilvægi þess að börn læri og leiki í náttúrunni – leik barna og sitthvað fleira.

Það verður kaffi á könnunni og við viljum hvetja alla að mæta á þennan fund hvort sem heldur til að koma á fyrirlesturinn eða til að kynnast leikskólastarfinu hjá okkur aðeins betur. Sérstaklega hvetjum við foreldra til að mæta og endileg þau sem eiga börn sem eru væntanleg í leikskólann.

Hér er gott tækifæri til að kynnast skólanum betur, hitta aðra foreldra og eiga góða kvöld stund saman.

Leikskólinn Undraland Flúðum

© 2016 - 2024 Karellen