Karellen
news

Kynning á starfskonu - Alexandra Rós

19. 10. 2021

Alexandra Rós Jóhannesdóttir

21. janúar 1994

27 ára - Vatnsberi

Ef marka má heimildir um Vatnsberann þá eru þeir oft háir og glæsilegir ..... en fyrir utan það þá er ég ekki mjög mikill vatnsberi að mínu mati.

Ég er úr Stafholtstungum, flutti svo í Borgarnes og bý núna í Hrunamannahrepp

Ég er stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar, sjúkraliði og ég er hálfnuð með viðskiptalögfræði frá Bifröst. Ég byrjaði á að vinna við tamningar með skóla, vann auðvitað eins og aðrir Borgfirðingar í .. Hyrninni! En frá 16 ára aldri hef ég meira og minna unnið við ummönnun. Ég hef unnið á dvalarheimili, tveimur heilsuhæslustöðvum og á spítalanum á Akranesi.

Besta við vinnuna mína er – að ég get tileinkað mér sömu stefnur og uppeldisaðferðir og starfsfólk leikskólans og notað þær heima svo að það sé meira jafnvægi fyrir BLK heima og í leikskóla. Besta við vinnuna er hvað maður fær mikla útiveru, kynnist allskonar einstaklingum/persónuleikum í krökkunum.

Svo er starfsfólkið frábært.

Áhugamálin mín eru að fara á hestbak, lyftingar og eyða tíma með nánustu fjölskyldu.

Eitthvað sem fáir vita um mig er að ég er stundum að logsjóða skeifur saman og gera hitt og þetta úr því eins og t.d. Jólatré, stand fyrir vínflöskur og bekki til þess að sitja á J

© 2016 - 2024 Karellen