Karellen
news

Jólafréttir

23. 12. 2022

Í byrjun desember setti foreldrafélagið upp jólaseríuna í jólatréð okkar í garðinum. Við á leikskólanum tendruðum hana svo morguninn eftir, við kveiktum varðeld reyndum að poppa yfir eldinum sem heppnaðist ágætlega. Allir sem vildi fengu að smakka smá heitt kakó og piparkökur.

Jólaballið okkar var haldið 16. desember og var mætingin á ballið frábær við erum ótrúlega ánægð með hvað foreldrar mæta vel þegar eitthvað er að gerast á vegum leikskólans. Takk fyrir góða samveru! Foreldrafélagið sá um að tala við tónlistarmann og hefur góð sambönd við jólasveina en gjafirnar sem þeir færðu börnunum eru frá foreldrafélaginu. Einnig hefur foreldrafélagið gefið leikskólanum viðbót við segulkubba safnið okkar, jafnvægisbretti og snjóþotur sem við náum vonandi að prufa á nýju ári en lítið hefur verið um snjó í garðinum hjá okkur. Leiksófinn er einnig kominn og hefur vakið mikla lukku inni á Grænhóli.

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða

© 2016 - 2024 Karellen