Karellen
news

Hvenær á ég að koma með barnið mitt í skólann eftir veikindi?

07. 09. 2022

Hvenær getur barnið komið á eikskólann eftir veikindi?

Hér er á ferðinni hin klassíska spurning, að vera eða ekki vera. Á vef Heilsugæslu Reykjavíkur eru þessi viðmið sett fram sem við gerum að okkar:

Barn á ekki að koma í leikskólann ef:

• Barnið er með hita.

• Barnið er með kvef, hósta og að minnsta kosti eitt af eftirtöldum einkennum til viðbótar:, slappleika, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki og/eða niðurgang.

• Barnið er í sóttkví, einangrun eða beðið er niðurstöðu sýnatöku. Veikindi leikskólabarna:

• Barn skal sótt í leikskólann ef heilsufar þess breytist; barnið fær hita yfir 38°C og flensulík einkenni.

Leikskólabörn skulu að jafnaði vera hress og hitalaus í að minnsta kosti sólarhring, áður en þau koma aftur í leikskólann.

© 2016 - 2023 Karellen