Karellen
news

Hof er nafn á sameiginlegri eldri deild

22. 08. 2022

Úr hafsjó tillagna hefur Hof verið valið sem yfirheiti á sameiginlega deild.

Völuhóll og Stekkhóll eru núna hópar á þessari sömu deild.

Ekki verða nú miklar breytingar við þessa nafngift nema í skipulagi hér innan dyra og nú vinna allir starfsmenn á Hofi þar sem Ída og Alda eru deildarstjórar.

Hof er í Syðra - Langholtshverfi en í örnefnaskrá segir að ekki sé vitað um staðsetningu þess - en nafnið er náttúrulega lýsandi fyrir hvað þar hefur verið gert á tímum heiðinna manna.

© 2016 - 2023 Karellen