Karellen
news

Góður fundur skólasamfélagsins

20. 04. 2022

19. apríl var haldinn fundur um stöðu leikskólans hér á Flúðum sem annars staðar, mögulegar leiðir til að bregðast við henni, til lengri og skemmri tíma. Umræður voru góðar og mörg sjónarmið sem komu fram um þá nokkuð flóknu stöðu sem komin er upp.

Ræddar voru hugmyndir að breytingum á skóladagatali frá því sem verið hefur undanfarin ár og leiðir til að gera leikskólann að ákjósanlegri vinnustað í hugum fólk.

Það er ljóst að komin er upp mjög alvarleg staða varðandi fagmenntun starfsfólks leikskólanna og mönnun næsta skólaárs. Við henni verður að bregðast en skipið er þungt í stýri og stórt og því taka allar breytingar tíma. Margir leikskólakennarar hafa snúið sér að kennslu á grunnskólastigi á landsvísu, - mun fleiri en þeir grunnskólakennarar sem farið hafa yfir til leikskólans.

Því miður er það svolítið þannig að hann höfum við ekki - en við vonum það besta og höldum ótrauð áfram að styrkja leikskólastigið hér á Flúðum. Almennur stuðningur er við það verkefni sem er ákaflega gleðilegt. IE

© 2016 - 2024 Karellen