Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu og afmæli Lubba

16. 11. 2021

Í dag var stór dagur hjá okkur á Undralandi, sjálfur Lubbi átti afmæli - 9 ára! Til hamingju Lubbi :)

Völuhóll og Stekkhóll héldu upp á daginn með því að fara í skóginn og syngja nokkur Lubba-lög og auðvitað afmælissönginn. Börnin voru búin að föndra kórónu og kort sem hann fékk og var hann auðvitað glaður með það. Við gæddum okkur á poppkorni, sem við poppuðum yfir báli og skógarsafti áður en við fórum að leika okkur og sýna Lubba allt það skemmtilega sem hægt er að gera í skóginum. Grænhóll fagnaði deginum hans Lubba úti í garði, þar sem þau sungu afmælissönginn og hjálpuðu honum við að blása á afmæliskertið sitt. Í kaffitímanum fengum við síðan dýrindis Lubba köku sem Nína bakaði handa okkur.

Það er einnig dagur íslenskrar tungu í dag 16.nóvember. Sá dagur hefur verið haldin hátíðlegur síðan 1996 en 16.nóvember er einmitt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og því er þessi dagur tileinkaður honum fyrir framlag hans til íslenskunnar.

Það voru mörg kát börn sem hlupu út í morgun að leika í snjónum. Við látum nokrrar myndir fylgja með frá þessum dásemdar degi, fleiri myndir koma síðan á karellen á næstu dögum.


© 2016 - 2024 Karellen