Karellen
news

Afleysing á Grænhól

18. 04. 2023

Það er svo yndislegt að blessuð börnin halda áfram að fæðast og starfsfólk fer í fæðingarorlof - skuggahliðin er sú að ,,missa" starfsfólkið en kona kemur konu stað. Guðrún Hulda sem var á Grænhól er farin til að takast á við námið sitt og í hennar stað er Sigþrúður frá Skipholtum komin - og verður hún vonandi sem lengst fram á sumarið. Sigþrúður þaulvön vinnu með börnum sem fullorðnum var lengi hjá Kvennaathvarfinu og nú síðast hjá Siðmennt.

Við bjóðum hana velkomna og þökkum Guðrúnu Huldu fyrir hjálpina!

© 2016 - 2023 Karellen