Karellen

Hugmyndafræði Reggio Emilia

Hugmyndafræðin sem við aðhyllumst og leggjum metnað okkar í að starfa eftir er kennd við Reggio Emilia. Hún hentar okkur vel þar sem mikil áhersla er lögð á barnið, þarfir þess og getu til að skapa og upplifa.Við nýtum okkur náttúruna og umhverfið sem við búum í til verkefnavinnu og vettvangsferða.

Undanfarna áratugi hefur hugmyndafræði Reggio Emilia þróast á Norður-Ítalíu og hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Hún er kennd við borgina Reggio Emilia og er Loris Malaguzzi aðalfrumkvöðullinn og hugmyndasmiður hennar (Börn hafa hundrað mál 1988:5). Malaguzzi fannst menntun og skóli leitast við að skilja að líkama og huga, þar sem kennt væri að hugsa án líkama og framkvæma án hugsunar (Guðrún Alda Harðardóttir.2001:9). Hann leit á menntun sem samfélagslegt ferli, hlutdeild í menningu og áleit að hún ætti að einkennast af trausti og virðingu fyrir ómældri getu barna til að afla reynslu og þekkingar á eigin forsendum. Leggja ætti áherslu á að börnin kynntust því liðna til að flétta inn í nútíðina og byggja framtíð í gegnum sameiginlegar uppgötvanir. Hafa fæturna tryggilega á jörðinni og höfuðið í hugmyndafluginu.Mikil áhersla er lögð á að efla sjálfsmynd, söguvitund, grenndarvitund og umhverfisvitund (Guðrún Alda Harðardóttir.2001:17-19).

Börn eru gullnáma, en hlutverk fullorðinna er að fá gullið til að glóa

(Börn hafa hundrað mál 1988:71).

https://www.reggiochildren.it/en/reggio-emilia-approach/


© 2016 - 2022 Karellen