news

Vikan 7.júní - 11.júní

08. 06. 2021

Í síðustu viku var hjá okkur Vatnsvika. Hún var mjög skemmtileg og skemmtu sér allir mjög vel. Við sulluðum inni í baðvaskinum á Móakot, sulluðum úti í sandkassanum. Gerðum skemmtileg sápukúlu sullu verkefni og síðan en ekki síst var gerð vatnsrennibraut úti á stóra hólnum hjá okkur. Þar prófuðu allir ag renna sér og flesti oft ;)

Þessa vikuna er hjá okkur Skógarvika. Á mánudaginn var síðasti tíminn í íþróttahúsinu hjá okkur þennan veturinn. var þar jafnvægis kubbar, sveiflað sér í köðlunum og leikið sér með bolta.

Í dag fórum við snemma í Kvenfélagsskóginn. Við borðuðum ávexti þar. Blær og Lubbi fóru með okkur í skógarferðina. Eftir hana héldu þeir svo áfram óg eru farnir í sumarfrí eftir veturinn ;) Þökkum við þeim fyrir samfylgnina í vetur og fyrir alla kennsluna. Lubbi kenndi okkur öll málhljóðin sín og Blær kenndi okkur allt um samkennd, umburðarlyndi, virðingu og margt fleira.

Ætlum við að vera dugleg að fara í skógarferðir í þessari viku ef veður leyfir.

Á föstudaginn stefnum við á að hafa hjóladag. Þá mega allir koma með eigin hjól í leikskólann og auðvitað hjálm! Við munum setja upp þrautabraut og fleira skemmtilegt. Heyrst hefur að lögreglan muni kíkja í heimsókn til okkar upp úr kl. 9 og spjalla við okkur um öryggi á hjólum og eitthvað fleira skemmtilegt ;)

Næsta vika er svo fjallgönguvika hjá okkur. ætlum við þá að vera dugleg að ganga upp hóla og hæðir og endum svo kannski á Miðfelli ;)© 2016 - 2021 Karellen