news

Vikan 3.-7. maí

07. 05. 2021

Vikan hjá okkur er búin að vera öðruvísi og styttri en vanalega hjá okkur. Skipulagt starf hefur því ekki verið mikið en auðvitað tókum við það upp aftur á miðvikudaginn.

Í dag, föstudag, voru hjá okkur útistöðvar. Þar var hægt að finna litla bolta, dýrin og lestarteinarnir komu út og mikil tónlist og gleði.

Verið er að vinna í veginum við hliðina á leikskólanum og vekur það alltaf jafn mikla lukku. Mikið er rætt um það og fylgst er vel með ;)

Takk öll fyrir þessa stuttu og öðruvísi viku og góða helgi :)

© 2016 - 2021 Karellen