news

Vikan 31. maí- 4. júní.

01. 06. 2021

Vikan 31. maí- 4. júní.

Vikan fer vel af stað hjá okkur. Þessa vikuna eigum við Skrautás og verður því mikið föndrað, mælum ekki með sparifötum þessa vikuna ???? Einnig er þessa vikuna vatnsvika hjá okkur og verður því mikið sullað og gerðar hinar ýmsu tilraunir með vatn.

Hefð er fyrir því að síðustu vikurnar fyrir sumarfrí séu vatnsvika, sem er þessa vikuna og er þá mikið sullað með vatn og hinar ýmsu tilraunir gerðar. Skógarvika og þá eyðum við miklum tíma í Kvennfélagsskógi. Loks fjallgönguvika þar sem við ætlum að vera dugleg við að ganga hina ýmsu hóla og hæðir. Endum við þá viku á Miðfellsgöngu þar sem börnin ganga sjálf frá leikskólanum og upp á Miðfell og aftur til baka. Ekki fara öll börnin á Móakoti í þá göngu.

Síðustu vikur hafa gengið eðlilega fyrir sig þar sem Lubbi hefur heimsótt okkur með málhljóðin sín, Blær hefur kennt okkur umburðarlyndi og virðingu. Bína kom í heimsókn og kenndi okkur ýmis gildi og tákn með tali í málörvun. Þar sem fer að líða að sumarfríi og vikurnar verða öðruvísi fara Lubbi og Blær í sumarfrí og koma svo til okkar aftur í haust. Einnig munum við sleppa öðrum skipulögðum stundum svo sem íþróttahúsi, útikennslu og sérstökum málörvunarstundum.

Þó að skipulagðar stundir séu settar til hliðar í júní þá verður áfram málörvun, útikennsla, hópastarf og hreyfing þó það sé í annarri mynd næstu vikur. Enda er það þannig í leikskólanum að það eru allar stundir og daglegar athafnir sem við nýtum til leik og náms.

Minnum við svo á upplýsingatöfluna sem er við innganginn að Móakoti. Þar skrifum við hvað við gerum eftir hvern dag ????

© 2016 - 2021 Karellen