news

Vikan 10.-14. maí

14. 05. 2021

Vikan er búin að líða hratt hjá okkur :)

Á mánudaginn fórum við í íþróttahúsið og hlupum þar um, klifruðum og æfðum jafnvægið :)

Þriðjudagar eru málörvunardagar hjá okkur þar sem Magga leikskólakennari kemur til okkar á Móakot og tekur okkur í hópum í skemmtilega leiki og kennir okkur allskyns vísur.

Á miðvikudaginn fórum við í útikennslu þar sem hluti af krökkunum fór góðan hring. Gengu út Vesturbrúnina niður brekkuna þar og upp með hesthúsunum og þaðan upp í leikskóla. Hinn hópurinn lék sér á túninu hjá íþróttahúsinu. Voru báðir hópar að skoða fugla, skordýr og allskyns gull sem við fundum.

Í dag var svo rusladagurinn og tók Móakot til í kringum leikskólann og bak við skólann. Voru allir mjög duglegir og samviskusamir ;)

Takk fyrir vikuna og góða helgi :)

© 2016 - 2021 Karellen