news

Vorhátíð Undralands

22. 06. 2021

Viðburðaríkur vorhátíðardagur var hjá okkur í leikskólanum 16.júní

Fyrir hádegi voru nokkrar stöðvar í boði, andlitsmálning, Geysir hestar buðu börnunum á hestbak og var teymt undir þeim sem vildu prófa, en einnig var í boði smíðastöð og frjáls leikur.

Eftir hádegi var svo lögð lokahönd á vorsýninguna okkar og svo komu Jói og Ævar frá slökkviliðinu í heimsókn á brunabílnum! Allir sem vildu fengu að prófa slökkviliðshjálm og að sprauta úr brunaslöngunni!

Við þökkum stjórn foreldrafélagsins fyrir þessa skipulögðu viðburði hjá okkur í dag.

Fljótlega fóru að streyma að gestir og það var frábært að sjá hversu margir kíktu til okkar á vorhátíðina! Takk fyrir komuna!

Og ekki má gleyma glæsilegum kökubasar á vegum foreldrafélagsins sem er þeirra stærsta fjáröflun. En hlutverk foreldrafélags Undralands er meðal annars að tryggja sem best velferð barna í leikskólanum.

-Með því að hvetja alla foreldra til að taka þátt í starfsemi leikskólans og hafa áhrif á aðbúnað hans í samráði við starfsfólk.

-Að auka tengsl milli foreldra og starfsfólks.

-Auka tengsl milli foreldra.

-oreldrafélagið kemur að eða sér um jólaballið, öskudagsskemmtun, vorferð, fjöruferð og fleiri þætti ef óskað er eftir aðstoð.


© 2016 - 2021 Karellen