news

Vikan 31.maí-4.júní

07. 06. 2021

Heiðarkotsfréttir!

Síðasta vika var vatnsvika hjá okkur, sem fór öruggglega ekki framhjá neinum, þar sem mikið af blautum fötum fór heim!

En hún var mjög skemmtileg, hér var leikið með vatn og í vatni!

Græni hópur byrjaði vikuna á því að prófa að hlaupa í blautu grasi og í smá rigningu á tánum! Mjög skemmtilegt, börnin skiptust á og hvöttu hvort annað áfram!

Guli hópur fór út að þrífa með svömpum og burstum og leika í vatninu.

Á þriðjudaginn var dótadagur hjá okkur sem var mjög skemmtilegur dagur. Börnunum þótti gaman að sýna dótið sitt, leika með það og prófa hjá öðrum. Það getur líka verið ágætis áskorun að lána öðrum leikfangið sitt og að skiptast á.

Á fimmtudaginn gengum við niður að Litlu-Laxá, gengum inn Grafarlandið og við fundum þar góðan stað til að prófa að vaða! Allir prófuðu að vaða, hvort sem það var í stígvélunum eða á tánum!

Vatnsvikuna enduðum við síðan á vatnsrennibraut á hólnum okkar, sem var mjög mikið fjör!

Nú tekur svo við skógarvika. Við ætlum því að byrja vikuna á ferð í skóginn okkar á eftir (Kvenfélagsskóginn) og njótum þess að skoða náttúruna og leika frjálst.


© 2016 - 2021 Karellen