news

Vikan 26.-30.apríl

28. 04. 2021

Heiðarkotsfréttir

Síðustu dagar hafa einkennst af mikilli útiveru enda mikil gleði hjá börnunum yfir góðu veðri og að geta verið léttklæddari. Einnig njótum við þess að taka kaffitímann úti þegar þannig viðrar.

Minni á að nú mega strigaskórnir endilega fara koma með í leikskólann þar sem það er mikið léttara að leika og hlaupa um í strigaskónum en kuldaskóm. Peysur-flís/ullar/léttar úlpur er gott að hafa til staðar þegar veðrið er svona gott, flís/ullarbuxur/léttar hlífðarbuxur ef börnin eiga, buff og hlýrri húfa og svo auðvitað regngallinn, vettlingar og stígvél.

Meira um fatnað má sjá undir flipanum um daglegt starf-fatnaður, hér á heimasíðunni.

Í gær fór guli hópur í útikennslu, þau gengu í Lækjargarðinn, skoðuðu hvernig vorið og sumarið birtist í umhverfinu okkar, fylgdust með fuglunum og að sjálfsögðu framkvæmdunum sem eru hér í kring og kíktu á ærslabelginn.

Græni hópur hitti Lubba úti og kenndi honum hljóðið Á-á. Margt sem á hljóðið Á-á, m.a. Ásgeir, álft, árabátur og ánamaðkur.

Á morgun hittir guli hópur Lubba og vinnur með Á-á og munu þau fara í leik þar sem þau para saman málhljóð og hluti.

Græni hópur fer í skóginn og við munum velta upp spurningunni, hvort það sé alltaf heitt þegar sólin skín? Oft getur verið kalt þó að sólin skíni, við munum gera tilraun með því að athuga hvað klæðnaður hentar, er nóg að vera í peysum? úlpu? bol? buxum? stuttbuxum? Með þessu erum við að efla tilfinningaþroska barnanna og örva skynfæri þeirra. Og svo að sjálfsögðu mun frjálsi leikurinn fá að njóta sín í skóginum, margt að skoða og uppgötva þar.


Á þessari mynd sjá frjálsan leik sem hefur þróast í það að

Lubbi hefur bæst í hópinn. Leikurinn er námsleið barnsins og áhugi og leikur barnanna er nýttur til aukins náms.

© 2016 - 2021 Karellen