news

Fjallgönguvika

22. 06. 2021

Fjallgönguvika!

Við gengum upp á Högnastaðaásinn fyrir hádegi í morgun, þvílíkir kraftakrakkar! Við tókum með smá nesti, kex og álfasafa.

Sumir fóru alla leið upp á vatnstankinn og sumir létu sér nægja að fara að skógræktarskiltinu

Á morgun er veðurspáin góð og við stefnum á að taka heilan dag í skóginum þar sem við náðum ekki að gera það í skógarvikunni. Þá leggjum við af stað í skóginn kl 10, borðum þar hádegismat og njótum dagsins þar. Þið getið komið og sótt börnin þangað eða hitt okkur í leikskólanum. Við leggjum trúlega af stað til baka í leikskólann ca 15:30.

Þau börn sem sofa eftir hádegi koma í leikskólann um hádegi og fara í hvíld í leikskólanum og fara svo aftur í skóginn.

Gott að búið sé að bera sólarvörn á börnin þegar þau koma í fyrramálið og að þau séu klædd til útivistar heilan dag, skófatnaður, peysa/jakki, buff/létt húfa eftir veðri

Við stefnum svo á Miðfellsgöngu á fimmtudaginn og leggjum af stað kl. 9 frá leikskólanum. Þá er nauðsynlegt að börnin komi í þægilegum og góðum skóm sem er létt og gott fyrir þau að ganga í, með sólarvörn á sér og klæðnað eftir veðri.

Við tökum með vatn, ávexti og smá hressingu fyrir gönguna.

© 2016 - 2021 Karellen