news

10.-11.júní

11. 06. 2021

Við fórum í skóginn okkar í gær. Börnin völdu sér tré til að setjast hjá og faðma/snerta og svo teiknuðu börnin tréð sem þau völdu sér. Við gengum síðan meðfram Hellisholtalæknum, skoðuðum tré og plöntur sem við fundum á leiðinni og lékum okkur með orðin, prófuðum að klappa atkvæðin í orðunum og setja saman orð og taka í sundur, eins og úlfur og reynir-úlfareynir. Við sáum ýmislegt, Miðfell, hrafnaklukku, sóleyjar, fífla, fagurdalafífil, grenitré og lauftré með mismunandi nöfnum sem má sjá í Lækjargarðinum okkar. Gaman að rölta þar og skoða.

Í dag var svo hjóladagurinn mikli! Lögreglan kom í heimsókn, spjallaði við okkur og allir fengu að skoða bílinn, sjá ljósin og heyra í sírenunum!

Síðan fengu allir límmiða á hjólin sín sem vildu með reiðhjólaskoðun frá lögreglunni.

Það var hjólað á bílaplaninu hring eftir hring í hjólabraut! Mjög skemmtilegur dagur.

Svo tekur við flæði milli deilda eftir hádegi og útivist og hjóla á hjólunum í garðinum okkar????♀️????♂️

Fjallgönguviku hefur verið frestað um viku og verður hún því vikuna 21.-25.júní.

Takk fyrir vikuna og góða helgi!


May be an image of einn eða fleiri, people standing, tré og útivist

May be an image of einn eða fleiri, people standing og útivist

May be an image of einn eða fleiri, people standing og útivist

May be an image of 1 einstaklingur og body of water

May be an image of útivist

May be an image of útivist og tré

May be an image of 2 manns, people standing og útivist

May be an image of einn eða fleiri, people standing og útivist

May be an image of 1 einstaklingur, standing og útivist

May be an image of útivist

May be an image of reiðhjól

© 2016 - 2021 Karellen