news

Vikan 17.-21.maí

20. 05. 2021

Eins og vanalega þá byrjuðum við vikuna á hópastarfi. Snillingar fóru í smá upprifjun um umferðarreglurnar en við ætlum einmitt að hafa umferðarskóla fyrir Snillinga í næstu viku. Þá förum við yfir efni sem við fengum sent frá samgöngustofu. Þeir sem ljúka umferðarskólanum fá síðan viðurkenningaskjal og litabók með sér heim.

Kisuhópur byrjaði á báta-verkefni sem þau ætla að vinna með á næstunni. Þau skoðuðu hina ýmsu báta og skip og settu síðan niður sínar eigin hugmyndir á blað. Allir fá síðan að láta ímyndunaraflið ráða og gera sinn eigin bát í skrautás næstu daga.

Snillingar fóru í útikennslu á þriðjudaginn. Þeir fóru í skóginn í frjálsan leik og tókum við einnig með okkur blöð og blýanta. Við völdum okkur stað til að setjast niður og velta fyrir okkur umhverfinu, síðan teiknuðu þau það sem þau sáu í kringum sig, skemmtilegar myndir af flotta skóginum okkar. Við vorum einnig búin að ákveða að borða hádegismatinn okkar í skóginum og sóttum við dýrindis fiskibollur til Ævars kokks og gæddum við okkar á þeim í sólinni. Á heimleiðinni stoppuðum við síðan á ærslabelgnum, það er alltaf jafn mikið stuð! Kisuhópur fór ekki í útikennslu í dag þar sem bátaverkefnið á hug þeirra allan. Það kemur þó ekki að sök þar sem það er mikil útivera á leikskólalóðinni og margar skemmtilega upplifanir sem eiga sér stað þar líka.

Þar sem maí er brátt á enda og við tekur sjálfur sumarmánuðurinn júní, munum við eitthvað breyta útaf skipulagi og njóta þess enn meira að leika, læra og upplifa úti. Það er því mikilvægt að allir séu með góða strigaskó og annan klæðnað sem þarf fyrir útiveru. Ég minni einnig á að koma með sólarvörn.

Snillingahópur fer í Vorskóla 25, 26. og 27. maí en þá ætla þau að heimsækja Flúðaskóla og taka þátt í starfinu með þeim, þau verða því enn öruggari með sig þegar þau mæta þangað til leiks eftir sumarfrí.

© 2016 - 2021 Karellen