news

Fréttir 29.apríl

29. 04. 2021

Við erum búin að eiga aldeilis fína daga í leikskólanum undanfarið. Sólin er búin að skína og allir eru ánægðir með að geta verið léttklæddari úti. Það er fínt að hafa léttari klæðnað í töskunum núna ástamt strigaskóm og sólarvörn.

http://undraland.karellen.is/Daglegt-starf/Fatnadur

Andrei er byrjaður hjá okkur á Skógarkoti en hann hefur verið í leikskólanum áður, hann er í Snillingahóp og hafa börnin tekið vel á móti honum.

Við höfum haldið áfram með náttúru-þemað okkar undanfarið og voru fuglarnir mikið til umræðu í hópastarfi á mánudaginn. Einnig höfum við fylgst með „Hrefnu og Hrafni“ í beinni útsendingu frá Selfossi – getið kíkt á það hér: https://byko.is/krummi.

Kryddjurtirnar okkar eru nokkrar farnar að kíkja upp úr moldinni og er stefnan sett á að planta þeim í potta fljótlega, fyrst þarf þó að mála og græja sinn eigin blómapott.

Við fengum fullt af nýju „gulli“ í garðinn okkar í síðustu viku. Rafmagnskefli, dekk, spýtur og fleira sem búið að leika mikið með. Það er gaman að sjá hvernig sami efniviður getur nýst á óteljandi hátt hjá börnunum.

Við fórum ekki í íþróttahúsið þessa vikuna heldur fórum við á fótboltavöllinn í nokkra leiki og enduðum á ærslabelgnum. Það var mikið stuð.

Við þurfum því miður að fresta Vorskólanum hjá Snillingahóp sem átti að fara fram í byrjun maí. Ég verð í sambandi við Freyju kennara 1.bekkjar þegar það koma nýjar sóttvarnareglur 5.maí og við sjáum hvernig ástandið í sveitinni verður.

Karellen er nánast alveg komið í lag og einnig nýja heimasíðan okkar! Ég mun því setja inn deildarfréttir af okkur þar líka en við höfum facebook hópinn opin eitthvað áfram, þannig að það verða fréttir á báðum stöðum til að byrja með. Þið sjáið fréttirnar undir flipanum deildir – Skógarkot.


© 2016 - 2021 Karellen