Karellen
news

Lestrarátak með Lubba á degi læsis 8. september 2021

28. 09. 2021

Lestrarátak með Lubba frá 8 – 24 september 2021

Þann 8. september var dagur læsis þann dag kom hann Lubbi okkar úr sumarfríi, við buðum hann velkomin til okkar aftur með því að:

Hafa lestrarátak hér í Leikskólanum þar sem við fengum foreldrana í samstarfsverkefni með okkur. Ætlunin var aðlestrarátakið væri bæði í leikskólanum og heima við.

Verkefnið var þannig útfært að allar bækur sem foreldrar lásu fyrir börn sín heima voru skrifuð á beinin hans Lubba, beinin mátti finna við inngangana í leikskólanum.

Einnig gátu foreldrar tekið með sér blöð heim þar sem á voru mörg bein og börnin gátu klippt beinin út heima og föndrað með fjölskyldunni.

Beinin komu svo aftur í leikskólann og voru límd á glugga við inngangana í leikskólanum

Markmiðið var að búa til eins stórt fjall af beinum og hægt er fyrir Lubba !

Til að koma lestrarátakinu af stað fengu öll börn heim með sér lestrarbingó sem börnin eiga og foreldrarnir unnu með heima.

Það er gaman að segja frá því að börn og foreldrar á yngstu deildinni Grænhól tóku einnig þátt þetta haustið.

Alls fékk Lubbi 114 bein sem er mjög góður árangur ????

Skólafréttir

Viðburðir í uppsiglingu

Undraland Flúðum, Flúðum | Sími: 480 6620 | Netfang: undraland@undraland.is
© 2016 - 2024 Karellen