Karellen
news

Kynning á starfskonu - Ingveldur

07. 10. 2021

Ég sjálf er…

Ingveldur Eiríksdóttir 56 ára

Ég er fædd 9. apríl og er því hrútur. Ef við ætlum á annað borða að taka eitthvað mark á stjörnuspám – þá er svo sem hægt að segja að allar lýsingar á hrútnum eigi við mig. Ég er hvatvís, óþolinmóð og orðhvöt. En samkvæmt hun.is er hrúturinn annað og meira en samansafn skapbresta

Hrúturinn veit iðulega hvað hann vill og sækist óttalaust eftir því – að hika er það sama og að tapa í augum Hrútsins – sem er fæddur leiðtogi og kann þá flóknu list að taka árangursríkt frumkvæði til hlítar. Hrúturinn er hreinskiptinn í samskiptum og þolir illa fals og yfirlæti.

Ég er fædd og uppalin hér hinu megin við lækinn og einhver fjöll, á Þingvöllum. Þar sinntu mamma og pabbi þjóðgarðsvörslu, símavörslu og þar var pabbi prestur. Ég byrjaði snemma að vinna og 12 ára var ég farin að vinna á símstöðinni á Þingvöllum á sumrin. Ég var ein af síðustu símadömum sveitasímans. Ég á 9 eldri systkini, tvö börn og fjögur barnabörn! Þau eru mér allt.

Ég ákvað snemma að verða kennari – eða bara fyrsta daginn í 7 ára bekk. Ég elska börn, þau eru mörg hver mínir bestu vinir og oft finnst mér auðveldara að lynda við þau en hina sem fullorðnir eru.

Ég hef mikinn áhuga á lestri (hlustun) góðra bóka, handavinnu allri og sköpun ýmis konar – föndurkonu væri hægt að kalla mig!

Áhugamál mín eru líka starfið, skólaþróun og hugmyndafræðin um námsaðlögun fyrir hvern og einn.

Það sem fáir vita um mig er að ég hef klæðst fötum drottningar!

© 2016 - 2024 Karellen