Karellen
news

Kynning á starfskonu - Jónína

07. 10. 2021

Ég sjálf er

Jónína Kristbjörg Björnsdóttir 63 ára.

Ég er fædd í mars og er því í fiskamerkinu. Ég er típískur fiskur og hef gaman og áægju af allskonar list. Öllu sem gerir heiminn fallegri og betri. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en á rætur að rekja til Austfjarða í báðar ættir. Ég fluttist í Hreppinn fyrir 44 árum síðan til að vinna við garðyrkju, uppskar mann, 4 börn og 11 barnabörn í framhaldinu. Ég hef starfað við fjölbreytt störf í gegnum tíðina, þ.á.m. blaðburð, fiskvinnslu, bústörf, bókhald, uppeldi, garðyrkju, ræstingu og leikskólastarf. Ég útskrifaðist sem leikskólaliði 2018 og starfað við leikskólann Undraland á Flúðum síðastliðin 14 ár. Að starfa og vinna með börn er skemmtilegt en jafnframt mikilvæg áskorun að fá að koma að mótun persónuleika sem okkur er trúað og treyst fyrir.

Það sem fáir vita um mig að ég var í unglingalandsliðinu í sundi.

© 2016 - 2024 Karellen