news

Dagur læsis 8.september

08. 09. 2021

Lestrarátak með Lubba

Þann 8. september er dagur læsis, einnig er hann Lubbi okkar komin úr sumarfríi og ætlum við að bjóða hann velkomin til okkar aftur með því að:

Hafa lestrarátak hér í Leikskólanum frá og með 8. September og næstu tvær vikurnar þar á eftir. Okkur langar að fá ykkur foreldrana í samstarfsverkefni með okkur. Ætlunin er að lestrarátakið verði bæði í leikskólanum og heima við.

Verkefnið er þannig að allar bækur sem foreldrar lesa fyrir börn sín heima þarf að skrá á beinin hans Lubba sem má finna við útidyrahurðir á leikskólanum hjá öllum deildum. Einnig geta foreldrar tekið með sér blöð heim þar sem á eru mörg bein og börnin klippt út heima og föndrað með ykkur.

Markmiðið er að búa til eins stórt fjall af beinum og hægt er fyrir Lubba!

Til að koma lestrarátakinu af stað fá öll börn heim með sér lestrarbingó á þriðjudaginn sem börnin og foreldrarnir vinna saman heima.

© 2016 - 2021 Karellen