Karellen
news

Ný reglugerð

10. 05. 2021

Kæru foreldrar og forráðamenn

Á miðnætti tóku nýjar reglur um skólastarf gildi. Í þeim er gert ráð fyrir að foreldrar megi koma inn í skólabyggingar, fylgi þeir ákveðnum reglum.

Í ljósi þess að aðeins er vika síðan samfélagið hér í hreppnum lamaðist hef ég tekið þá ákvörðun, í samráði við yfirmenn mína, að leikskólinn verður áfram lokaður fyrir foreldra, a.m.k. fram yfir hvítasunnu. Þá ættum við að sjá hvort við erum alveg sloppin en mér finnst betra að hafa vaðið fyrir neðan mig og vona innilega að þið séuð sammála. Það er bara endaspretturinn eftir og við þurfum að standa saman í að klára þetta.

Starfsmenn hafa ekki fengið bólusetningu og að sjálfsögðu bíðum við líka eftir því og bið ég ykkur að fylgjast með þegar hún hefst því reynslan á höfuðborgarsvæðinu sýnir að forföll eru allnokkur eftir sprautu. Ég mun senda ykkur upplýsingar þegar starfsfólk fer í bólusetningu.

Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir

Leikskólastjóri

© 2016 - 2024 Karellen